Leiðbeiningar
Quicklashes eru augnhár sem þú setur á þig sjálf/ur í rólegheitunum heima og endast í allt að 5-10 daga. Augnhárin okkar eru vegan & cruelty free, vatns & svitaþolin og eru gerð úr hágæða PBT trefjum. Þú getur tekið augnhárin af hvenær sem er og endurnýtt þau aftur.
Nokkur góð ráð varðandi ásetningu
-
Ef þú vilt að augnhárin haldist sem lengst á þá mælum við með því að fylgja þessu
-
Berðu bonder/lím upp við rót augnháranna og á augnhárið sjálft.
-
Raðaðu augnhárunum örlítið yfir hvert annað fyrir betri endingu og þrýstu þeim að þínum augnhárum með augnháratönginni svo þau festist vel við þín augnhár.
-
Þegar að þú ert ánægð/ur með augnhárin berðu þá sealant upp við rót augnháranna og á augnháratöngina sjálfa áður en þú klemmir.
-
Klemmdu gervi augnhárunum vel saman við þín eigin augnhár. Þetta er mjög mikilvægt skref upp á endingu.
Hvernig á að fjarlægja augnhárin?
-
Berðu remover upp við rót augnháranna og bíddu í 20 sek. Removerinn okkar er sérstaklega hannaður fyrir viðkvæma og veitir engan sviða eða ertingu í augun.
-
Fjarlægðu augnhárin af með bursta/augnháratöng og notaðu remover til þess að fjarlægja allt lím sem eftir verður á þínum eigin augnhárum.
-
Þrífðu augnhárin þín með augnhárasjampó eftir notkun.
Endilega fylgdu okkur á samfélagsmiðlum. Þar finnur þú allskonar hjálpleg myndbönd.
Lashvana.official
Lashvana.official
Vantar þig aðstoð?
Við erum alltaf til í að aðstoða, sendu okkur línu á lashvana@lashvana.is